Tröllið sem langaði að standa í hópi
Í fjallinu fagra býr tírætt tröll. Á hverjum morgni klæðir hún sig í litríkan kjól, skreytir sig með glitrandi steinum og setur hárið upp í bing.
Svo fær hún sér morgunte. Það skiptir máli hvernig það er. Það veit tröllið best.
Hún kann að búa til seyði og te við ýmsum kvillum.Til hennar koma mýs og menn, vættir og tröll, sem þurfa bót á kvefi, slæmum svefni, sárum hálsi, depurð og annarri óáran.
Lesa meira