Um Fjölmenning.is

Ég heiti Melkorka Mjöll Kristinsdóttir og er með meistarapróf í hnattrænum tengslum og kennsluréttindi.

Eftir að hafa fylgst með umræðum um útlendinga og fjölmenningarlegt samfélag í nokkur ár vaknaði ég upp við vondan draum:

Hvar eru útlendingarnir? Af hverju erum við ekki í miklu meira mæli að tala við þá?

Ég sá í hendi mér að það væri tiltölulega einfalt að ráða bót á þessu.

Fyrsta skrefið er meðvitund um að útlendingar eru nánast ósýnilegir í almennri umræðu.

Svo væri til dæmis hægt að fara af stað með þáttaröð í sjónvarpi sem væri tileinkuð því markmiði að kynnast útlendingunum okkar.

Ákvað að lokum að ríða á vaðið. Fara af stað með þessa síðu sem hefur einfalt en öflugt markmið: Að minnka ótta við hið óþekkta með því að gera það þekkt: Að kynnast fjölbreyttum hópi fólks sem býr, lifir og starfar á Íslandi.

Hugmyndin þróaðist í hausnum á mér og ég ákvað loks að kynnast ekki bara útlendingum heldur alls konar fólki og birta viðtöl og umfjallanir tengdar þeim á þessari síðu.

Verið velkomin í fjölmenningarlegt samfélag.

Ábendingar um viðmælendur eru vel þegnar.

P.s. ég held einnig úti heimasíðunni kjarnimalsins.is, þar sem ég safna saman efni um margvísleg málefni.

Hendur