Velkomin í Fjölmenningarlegt samfélag

Samfélög eru ekki fasti heldur í sífelldri þróun og breytingum háð.

Íslenskt samfélag hefur á undanförnum áratugum þróast í þá átt að fjölbreytni mannlífsins hefur í auknum mæli fengið að njóta sín.

Tilgangurinn með heimasíðunni er einfaldur; að kynnast alls konar fólki á persónulegum nótum til að varpa ljósi á að á sama tíma og mannlífið er fjölbreytileitt erum við öll fólk sem þráum og eigum rétt á að lifa með reisn.

Deila á Facebook Deila á Twitter

Sögur

Tröllið sem langaði að standa í hópi

Í fjallinu fagra býr tírætt tröll. Á hverjum morgni klæðir hún sig í litríkan kjól, skreytir sig með glitrandi steinum og setur hárið upp í bing.

Svo fær hún sér morgunte. Það skiptir máli hvernig það er. Það veit tröllið best.

Hún kann að búa til seyði og te við ýmsum kvillum.Til hennar koma mýs og menn, vættir og tröll, sem þurfa bót á kvefi, slæmum svefni, sárum hálsi, depurð og annarri óáran.

Lesa meira